Fréttir
Næstu námskeið hjá Spretti
Fræðslunefndin vill minna á skráningar á námskeiðin en skráningum fer að ljúka. Á dagskrá nk daga og vikur verða ýmis námskeið.
- Fljótlega fer af stað keppnisnámskeið fyrir yngri kynslóðina, börn,unglinga,ungmenni. Kennarar verða Erla og Jonni, byrjað verður inni í höll og svo færist kennslan út á völl.
- Boðið verður aftur upp á polla og barnanámskeið, góð þáttaka hefur verið á þeim námskeiðum í vetur, kennt hefur verið í reiðhöllinni Andvaramegin og í reiðhöllini Hamraenda, kennt verður á laugardögum eins og áður á sömu stöðum.
- Robbi Pet. hefur verði með 30.mín einkatíma í reiðhöllinn Hamraenda og er því námskeiði að ljúka og ákveðið hefur verið að bjóða upp á tíma hjá honum aftur. Einstkalings miðuð kennsla. Hver og einn kemur á sínum forsendum. Kennt er á miðvikudagskvöldum.
- Jonni hefur verið með kennslu fyrir þá sem vilja stíga sín fyrstu skref í keppni eða eru að koma aftur til keppni eftir hlé, mikil ánægja var meðal nemenda og höfum við ákveðið að bjóða aftur upp á þetta námskeið, kennt er í 30.mín og tveir inni í einu.
- Í lok mars verður boðið uppá skeiðnmámskeið og ætlar Elli Sig að kenna.
Allar skráningar fram í gegnum Sportfeng og þurfa nemendur að vera skráðir í félag til að skráning fari í gegn. Hægt er að skrá sig í Sprett hér á heimasíðunni. Fræðslunefnd.