Líflandsmót Fáks verður haldið 26. og 27. apríl. Þar sem mótið hefur stækkað frá ári til árs verður það í fyrsta skipti á tveimur dögum. Búið er að bæta við tveimur keppnisgreinum en þær eru fimi og slaktaumatölt.
Keppt verður í eftirfarandi flokkum:
- Pollaflokkur (teymdir/ríða sjálfir)
- Barnaflokkur (t7, tölt, fjórgangur, fimi og slaktaumatölt)
- Unglingaflokkur (tölt, fjórgangur, fimmgangur, fimi og slaktaumatölt)
- Ungmennaflokkur (tölt, fjórgangur, fimmgangur, fimi og slaktaumatölt)
Skráningargjöld eru aðeins 1.800 kr á hverja skráningu en skráning verður frá miðnætti 21. og fram að miðnætti 23. apríl á
www.sportfengur.com.
Nánari upplýsingar um mótið, dagskrá, ráslistar ofl verða birt á fakur.is.
Vegleg þátttökuverðlaun frá Líflandi!
Við hvetjum alla til þess að taka þátt í þessu skemmtilega móti :)
F.h. Æskulýðsnefndar Fáks