Dymbilvikusýningin hefur aldrei verið jafn glæsilegt og nú í ár. Sérst hefur til magnaðra hesta og knapa á æfingum í höllinni og er nokkuð ljóst að öllu verður til tjaldað. Áhorfendur munu fá að sjá stórglæsilegt ræktunarbú og mögnuð kynbótahross.
Meðal annars munu koma fram Ísdrottningin Síbil frá Torfastöðum og hæfileikasprengjan Jarl frá Árbæjarhjáleigu, ásamt ræktunarbúum á sömu bæjum. Klárhestarnir Straumur frá Feti og Nökkvi frá Syðra-Skörðugili, sem samtals hafa sextán níur í kynbótadómi eru klárir í slaginn og lengi mætti áfram telja.
Húsið opnar klukkan 19:30 en sýningin hefst klukkan 20:30. Miðaverð er kr 1.500 en forsala miða fer fram í gegnum síma 865-9637.
Hægt er að fylgjast með á Dymbilvikuviðburðinum á Facebook Spretts
Sjáumst í Sprettshöllinni næstkomandi miðvikudag og byrjum páskana með stæl!
Hér að neðan má sjá plakatið.