Nú styttist í Dymbilvikusýningu Spretts sem fram fer miðvikudaginn 16. apríl næstkomandi. Vel gengur að raða saman atriðunum en dagskrá sýningarinnar verður með glæsilegra móti og er nokkuð ljóst að þetta verður skemmtileg byrjun á Páskum.
Hægt er að greina frá einu atriði en Hans Þór Hilmarsson mætir með hina nýju stjörnu, Síbil frá Torfastöðum sem mun án efa gleðja augað. Fyrir þá sem ekki vita hver Síbil er, þá sigraði hún svo eftirminnilega bæði töltið og B flokkin á Ísmótinu á Svínavatni fyrr í vetur með einkunnina 9,21 og fékk meðal annars 10 fyrir yfirferð á tölti. Hún var einnig valin glæsilegast hestur mótsins. Síbíbil er undan Gígjari frá Auðsholtshjáleigu og Silkisif frá Torfastöðum.
Ekki missa af glæsilegri Dymbilvikusýningu í Spretti!
Meðfylgjandi mynd er fengin frá vef Eiðfaxa, eidfaxi.is.
Eldri fréttir
DymbilvikusýninginRæktunarbú og kynbótahross