Glæsilegu karlatölti Spretts er lokið og mikil tilþrif sýnd. Landslið Karlatölts Spretts Y-41 var áberandi í öllum úrslitum. Jón Ó Guðmundsson vann opna flokkinn á Draumi frá Hofsstöðum og tryggði sér þar með þátttökurétt á Ístöltið, Þeir allra sterkustu. Í flokknum meira vanir vann Gunnar Már Þórðarson á Lyftingu frá Djúpadal og voru þau valin par mótsins. Flokkin minna vanir vann Þorbergur Gestsson á Stjörnufáki frá Blöndósi en hann kom upp úr B-úrslitum.
Nefnd karlatöltsins vill koma á framfæri þökkum til styrktaraðila og allra sem komu að mótinu. Einnig þakklæti til keppenda fyrir þátttöku og vonumst eftir enn stærra móti á næsta ári.
Á meðfylgjandi mynd má sjá formann Spretts, Lindu B. Gunnlaugsdóttur ásamt Gunnari Má Þórðarssyni sem sigraði Meira vanir á Lyftingu frá Djúpadal og Jóni Ó Guðmundssyni sigurvegara Opna flokksins á Draumi frá Hofsstöðum.
Niðurstöður mótsins í heild birtast á heimsíðu Spretts
Úrslit Karlatölt SprettsA-úrslit Opinn flokkur
1 Jón Ó Guðmundsson - Draumur frá Hofsstöðum, Garðabæ 7,67
2 Ríkharður Flemming Jensen - Leggur frá Flögu 7,39
3 Elías Þórhallsson - Staka frá Koltursey 7,11
4 Ísólfur Líndal Þórisson - Sögn frá Lækjamóti 7,00
5 Ævar Örn Guðjónsson - Kveikja frá Vatnsleysu 6,89
6-7 Logi Þór Laxdal - Arna frá Skipaskaga 6,83
6-7 Gunnar Arnarson - Glæðir frá Auðsholtshjáleigu 6,83
A-úrslit Meira vanir
1 Gunnar Már Þórðarson - Lyfting frá Djúpadal 7,50
2 Sigurður Grétar Halldórsson - Liba frá Vatnsleysu 7,00
3 Sigurður Helgi Ólafsson - Drymbill frá Brautarholti 6,67
4 Bjarni Sigurðsson - Reitur frá Ólafsbergi 6,28
5 Sigfús Axfjörð Gunnarsson - Litla-Svört frá Reykjavík 6,22
6 Ingi Guðmundsson - Náttfari frá Svalbarða 6,00
A-úrslit Minna vanir
1 Þorbergur Gestsson - Stjörnufákur frá Blönduósi 6,33
2-3 Guðjón Tómasson - Röst frá Flugumýri II 6,25
2-3 Sigurbjörn J Þórmundsson - Sólbrún frá Skagaströnd 6,25
4 Jón Magnússon - Ólympía frá Staðarbakka II 5,83
5 Sigurður Jóhann Tyrfingsson - Völusteinn frá Skúfslæk 5,67
6 Björn Magnússon - Kostur frá Kollaleiru 5,50
B-úrslit Opinn flokkur
7 Ævar Örn Guðjónsson - Kveikja frá Vatnsleysu 6,44
8 Viggó Sigursteinsson - Karólína frá Miðhjáleigu 6,39
9 Agnar Þór Magnússon - Starri frá Gillastöðum 6,28
10 Stefnir Guðmundsson - Bjarkar frá Blesastöðum 1A 5,50
B-úrslit Meira vanir
6 Ingi Guðmundsson - Náttfari frá Svalbarða 6,22
7-8 Magnús Sigurbjörn Kummer Ármannsson - Vígar frá Vatni 6,00
7-8 Sigurður Ævarsson - Sólon frá Lækjarbakka 6,00
9 Jóhann Ólafsson - Hektor frá Stafholtsveggjum 5,61
10 Sverrir Einarsson - Kjarkur frá Votmúla 2 5,39
B-úrslit Minna vanir
6 Þorbergur Gestsson - Stjörnufákur frá Blönduósi 6,17
7 Níels Ólason - Arða frá Kanastöðum 5,67
8 Halldór Kristinn Guðjónsson - Karíus frá Feti 5,50
9 Ólafur Björn Blöndal - Þruma frá Hrólfsstaðahelli 5,42
10 Snorri Freyr Garðarsson - Glíma frá Flugumýri 5,33