Fjölmennur aðalfundur hestamannafélagsins Spretts fór fram í gærkvöldi, miðvikudagskvöldið 12. mars. Á fundinum var kjörinn nýr formaður og ný stjórn. Úr stjórn gengu Sveinbjörn Sveinbjörnsson formaður, Þorvaldur Sigurðsson varaformaður, Guðmundur Hagalínsson gjaldkeri og Ingibjörg G. Geirsdóttir meðstjórnandi.
Nýr formaður var kjörinn, Linda B. Gunnlaugsdóttir rekstar- og sölustjóri hjá Blue Water shipping. Linda hefur verið virk í starfi Spretts auk þess sem hún situr í stjórn Meistaradeildar í hestaíþróttum.
Ný í stjórn voru kjörin þau Lárus Finnbogason, Kristín Njálsdóttir og Sigurður Halldórsson.
Á fundinum var kjörinn, í fyrsta sinn, hestaíþróttamaður Spretts fyrir árið 2013 en þann heiður hlaut Erling Ó. Sigurðsson fyrir glæsilegan árangur í hestaíþróttum.
Sprettskórinn og Kulsfélagið gamla gáfu Spretti nýjan flygil í veislusal félagsins sem hugsaður er til að efla menningu og félagsstarf Sprettara í framtíðinni. Þeir Sæþór Fannberg fyrir hönd Sprettkórsins og Daníel Gunnarsson fyrir hönd Kulsfélagsins afhentu gjöfina.
Á meðfylgjandi mynd er ný stjórn Spretts ásamt framkvæmdastjóra félagsins og íþróttamanni Spretts 2013. Frá vinstri: Sigurlaug Anna Jóhannsdóttir framkvæmdastjóri, Hannes Hjartarson, Brynja Viðarsdóttir, Sigurður Halldórsson, Hermann Vilmundarson, Linda B. Gunnlaugsdóttir, Kristín Njálsdóttir, Lárus Finnbogason og Erling Ó. Sigurðsson hestaíþróttamaður Spretts 2013.