Skráningafresturinn í vísindaferðina hefur verið framlengdur til 18. mars til kl 20:00. Hvetjum alla Sprettara til að skrá sig í þessa skemmtilegu ferð.
Rútuferð í Eyjafjörð undir leiðsögn Kristins Hugasonar og Gests Júliussonar. Skoðuð verða fjölmörg hrossaræktabú. Stefnt á eftirtalda staði: Staðartunga (Fróði), Skriða (Kjarkur), Björg, Litla Brekka, Glæsibær, Sámsstaðir, Efri rauðalækur, Ysta Gerði (Póstur f. Litla Dal), Litli Garður (Gangster). Spennandi staðir eins og sjá má af upptalningu. Áhugamenn um hrossarækt meiga ekki missa af þessu einstæða tækifæri.
Dagskrá:
1. Lagt af stað frá reiðhöll Spretts föstudag 28.mars kl 16
2. Kvöldverður og gisting í Skjaldarvík rétt við Akureyri.
3. Eftir morgunnmat í Skjaldarvík verða heimsótt hrossaræktarbú í Eyjafirði.
4. Lagt af stað til Reykjavíkur kl 17 með viðkomu í Staðarskála þar sem kvöldmatur verður snæddur, áætluð heimkoma kl 23.
Fargjald 7.000 kr miðað við 40 þátttakendur. Verð í gistingu með morgunnmat kr. 6.000. í 2ja manna herbergjum.
Skráning hjá:
This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. , í síðasta lagi 18.mars kl. 20. Þessi fyrirvari nauðsynlegur vegna pöntunar á gistingu og stærðar á rútu.
Stjórn Hrossaræktarfélags Spretts