Dymbilvikusýningin verður á dagskrá á hefðbundnum tíma, miðvikudaginn fyrir Páska og nú í nýrri glæsilegri reiðhöll okkar Sprettara. Að vanda verður sýningin glæsilegri sem aldrei fyrr og úrval efnilegra gæðinga gleðja augað.
Nú þegar eru að byrja raðast inn atriði, stóðhestar, afkvæmasýningar, hrossaræktarbú og margt fleira spennandi.
Nánar verður sagt frá dagskrá þegar nær dregur.
Meðfylgjandi mynd er tekin af ljósmyndaranum Óðni Erni Jóhannssyni og er af Nökkva frá Skörðugili sem var annar í flokki 5 vetra stóðhesta á síðasta ári. Nökkvi mætir á Dymbilvikusýninguna og er að mestu í eigu nokkra Sprettara. Hér að neðan má sjá frekari upplýsingar um Nökkva. Takk fyrir lánið á myndinni :)
IS2008157517 Nökkvi frá Syðra-Skörðugili
Frostmerki: 817
Örmerki: 352206000063017
Litur: 3520 Jarpur/milli- stjörnótt
Ræktandi: Einar Eylert Gíslason
Eigandi: Ágúst Friðgeirsson, Ármann Jónasson, Árni Geir Magnússon, Böðvar Guðmundsson, Elvar Eylert Einarsson, Frímann Frímannsson, Frímann Frímannsson, Kjartan Örn Sigurðsson, Runólfur Bjarnason, Viðar Marel Jóhannsson
F.: IS1999135519 Aðall frá Nýjabæ
Ff.: IS1979125040 Adam frá Meðalfelli
Fm.: IS1990235513 Furða frá Nýjabæ
M.: IS1997257522 Lára frá Syðra-Skörðugili
Mf.: IS1989158501 Glampi frá Vatnsleysu
Mm.: IS1984257048 Klara frá Syðra-Skörðugili
Mál (cm): 145 - 136 - 139 - 66 - 147 - 39 - 47 - 44 - 6,7 - 31,0 - 19,0
Hófa mál: V.fr.: 9,2 - V.a.: 8,3
Sköpulag: 7,0 - 9,0 - 9,0 - 8,5 - 8,0 - 7,0 - 8,0 - 7,5 = 8,25
Hæfileikar: 9,0 - 9,0 - 5,0 - 9,0 - 9,0 - 9,0 - 6,5 = 8,17
Aðaleinkunn: 8,20
Hægt tölt: 8,0 Hægt stökk: 8,5
Sýnandi: Jakob Svavar Sigurðsson