Þriðjudaginn 28.júní kl 18:00 verða knapagjafir Landsmótsfara afhentar í veislusal Spretts.
Við vitum að fyrirvarinn á þessum fundi er stuttur en ástæðan er að við höfum verið að bíða eftir því að fá allar vörurnar til okkar og loks er þetta allt að smella saman.
Við hvetjum alla fulltrúa Spretts til þess að koma og taka við sinni gjöf frá Spretti.
Börn, unglingar og ungmenni fá hestaábreiðu og stallmúl í boði Fákalands. Einnig fá þau fax og taglsprey, sjampó, þvotta-svamp fyrir hrossin, leður hreinsi og leðuráburð og svamp til þess að þrífa reiðtygin. Þessar vörur koma frá Ásbirni Ólafssyni í boði Spretts. Lindex gefur keppendum yngri flokka ýmiskonar varning eins og bakpoka, eyrnabönd og vatnsbrúsa.
Fulltrúar A- og B- flokka fá fax og taglspray sjampó og bakteríudrepandi krem.
Allir fulltrúar Spretts fá svo fóður/vatnsfötu fyrir hestinn sinn, merki til þess setja á keppnisjakka, síðerma peysu merkta Spretti, drykkjarbrúsa og fjölnota taupoka.
Stefnt er á að afhenda 66°norður fatnaðinn sem Sprettara pöntuð fyrr í mánuðinum, fáum það staðfest í fyrramálið (28.6)
Íþróttafatnaðurinn frá Macron verður tilbúin til afhendingar í lok vikunnar, Þórdís Anna mun taka fatnaðinn með sér austur á Hellu og koma göllunum í réttar hendur.
Hvetjum Sprettara til þess að mæta í félagsbúning Spretts til keppni á Landsmóti.
Félagsbúningur Spretts er hvítar reiðbuxur, svartur jakki, hvít skyrta, silfurlitt bindi.
Sprettur þakkar styrktaraðilum fyrir frábært framlag, Ásbirni Ólafssyni, Fákalandi og Lindex.
Vonumst til þess að sjá sem flesta Sprettara í brekkunni á Hellu að hvetja sitt fólk áfram í keppni, munum að samgleðjast og stappa stálinu í hvort annað.
Áfram Sprettur!!!