Næstkomandi fimmtudag 28.apríl verður hreinsunardagur Spretts.
Hittumst við Samskipahöllina kl 17:00, náum okkur í poka og röltum af stað.
Við hvetjum félagsmenn til að þess að bíða með útreiðar og taka höndum saman og ganga um svæðið okkar og týna rusl, raka reiðvegina og laga til það sem betur má fara, ruslapokar og áhöld verða til staðar.
Á sama tíma ætlum við líka að laga strengi meðfram reiðstígum.
Við hvetjum félagsmenn til þess að taka til í kringum hesthús sín og þeir sem eiga rúllur/bagga á planinu við Samskipahöllina eru eindregið hvattir til þess að ganga frá lausum endum.
Bílar með kerrur verða á ferðinni til þess að taka við rusli.
Ruslagámar verða á svæðinu.
Hægt verður að losa sig við baggaplast og plast utan af spæni kl 19:00 í gámana við Samskipahöllina. Plastið verður að vera flokkað öll bönd og net eru bönnuð.
Ekki verður tekið við byggingarefni eða stærri hlutum frá hesthúseigendum í ruslagámana.
Umhverfisnefnd Spretts