Kæru Sprettarar
Snjór og ófærð hefur ekki farið fram hjá okkur undanfarið.
Við höfum reynt að gera okkar besta í að láta ryðja reiðleiðir og bílagötur á félagssvæði Spretts.
Því miður hafa komið upp atvik þar sem reiðmenn hafa riðið á móti vélum og hreinlega steytt hnefa framan í vélamenn og krafist þess að vélar bakki langar leiðir til þess að reiðmaðurinn komist áfram sína leið. Þetta er með öllu ótækt.
Að því sögðu biðjum við ykkur hestamenn að sýna vélamönnunum kurteisi og ef möguleiki er að velja aðra leið eða snúa við þegar þið sjáið ruðningstæki á ferðinni.
Við erum að láta ryðja reiðleiðirnar fyrir okkur Sprettara, leiðirnar eru þröngar og erfitt fyrir alla að athafna sig.
Því miður fylgir það þessu mikla snjó að girðingar og staurar láta undan ruðningum og snjóþunga og sjáum við fram á töluverða vinnu í vor við að endurbæta bæði viðrunarhólf og rekstarhringinn okkar, vonumst til þess að Sprettarar leggi hönd á plóg í vor við að lagfæra það sem skemmst hefur í vetur.
Kv stjórn og framkvæmdastjóri