Kæru félagsmenn,
Eins og mörg ykkar hafið orðið vör við þá er allt á kafi í snjó hjá okkur.
Kristín Njálsdóttir Sprettari hefur í samráði við Lilju framkvæmdastjóra félagsins fengið tilboð í
snjómokstur fyrir göturnar Landsenda, Hæðarenda, Hlíðarenda og Hamraenda. Mikilvægt er, svo að
vel takist til, að sem flestir verði með í verkefninu og ef svo verður þá mun þetta kosta um kr. 5000 á
hvern húseiganda. Mokað verður frá húsunum, bílastæði hreinsuð og allir hryggir sem myndast hafa
við snjómokstur á götunum sjálfum og snjónum síðan ekið í burtu. Kópavogsbær heldur áfram að
moka göturnar sjálfar eins og lög gera ráð fyrir en við sem erum eigendur hesthúsanna þurfum sjálf
að kosta annan mokstur. Reiknað er með að moka á föstudaginn nk. eða í síðasta lagi á mánudaginn
næsta.
Bæði Kristín og Lilja hafa nú þegar verið í sambandi við langflesta sem eiga hús við þessar götur,
annað hvort með tölvupósti eða í síma. Við viljum hins vegar biðja alla þá sem við höfum ekki náð í að
tilkynna sem fyrst (helst í dag) til Kristínar ef þeir vilja ekki vera með í þessu verkefni með því að
senda tölvupóst á netfangið This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. – einnig er hægt að senda sms í síma 863 6480,
senda þarf nafn húseiganda, götu og húsnúmer. Reiknað verður með að þeir sem ekki tilkynna annað
til Kristínar verði með í verkefninu.
Sprettur mun greiða reikning verktakans og síðan senda reikning á húseigendur.