Hestamannafélagið Sprettur býður upp á mótaröð í Samskipahöllinni fyrir knapa í yngri flokkum.
Að þessu sinni verða mótin fjögur en keppt verður í fjórgangi, fimmgangi, tölt og gæðingakeppni innanhús.
Dagsetningar mótanna eru eftirfarandi:
18. febrúar – fjórgangur
26. febrúar – fimmgangur og T2
12. mars – tölt
25. mars – gæðingakeppni
6 efstu knapar fara í úrslit en það verða ekki riðin B-úrslit. Knapar í barna- og unglingaflokki safna stigum í gegnum mótaröðina og verða veitt verðlaun fyrir stigahæstu knapana í hverjum flokki á síðasta mótinu. Mótið er opið öllum knöpum í yngri flokkum.
Skráning er hafin á fyrsta mótið sem er fjórgangur.
Mótið verður haldið föstudaginn 18. febrúar en keppt verður í fjórgangi í barna- og unglingaflokki og þrígangi í pollaflokki. Skráningu lýkur á miðnætti þriðjudaginn 15. febrúar.
Æfingatímar fyrir fjórganginn eru á morgun þriðjudaginn 15 febrúar milli 14-15 og 22-23.
Eftirfarandi flokkar og greinar eru í boði:
Pollaflokkur fyrir polla sem ríða sjálfir (6 – 9 ára) – þrígangur
Barnaflokkur minna vanir (10 – 13 ára) – fjórgangur V5
Barnaflokkur meira vanir (10 – 13 ára) – fjórgangur V2
Unglingaflokkur (14 – 17 ára) – fjórgangur V2
Í þrígangi sýna keppendur hægt til milliferðar tölt, hægt til milliferðar brokk og fet. Í fjórgangi V5 sýna keppendur frjálsa ferð á tölti, hægt til milliferðar brokk, fet og hægt til milliferðar stökk. Í fjórgangi V2 sýna keppendur hægt tölt, hægt til milliferðar brokk, fet, hægt til milliferðar stökk og yfirferðartölt.
Skráning fer fram í gegnum Sportfeng en skráningargjöld eru eftirfarandi:
2500 kr. fyrir barna- og unglingaflokk
1000 kr. fyrir pollaflokk
Vonumst til að sjá sem flesta í Samskipahöllinni föstudaginn 18. febrúar.