Nú hafa félagsgjöld Spretts verið send á félagsmenn og eru skil nokkuð góð á þeim.
Hversvegna er mikilvægt að sem flestir greiði félagsgjöld í Spretti og fyrir hvað stendur hestamannafélagið Sprettur?
Sprettur er stórt félag og í mörg horn að líta dagsdaglega.
Í Spretti liggja reiðvegir til margra átta og hefur félagið í samstarfi við Garðabæ og Kópavog unnið að bætingu reiðvega á svæðinu, það þarf að viðhalda reiðvegum og bæta þá árlega.
Sprettur stendur fyrir öflugu fræðslustarfi, margskonar námskeið eru í boði hjá félaginu fyrir fólk á öllum aldri.
Sprettur rekur félagshesthús sem er ætlað unglingum á aldrinum 12-18 ára sem eru að stíga sín fyrst skref í hestamennskunni en koma ekki úr hestafjölskyldum, stuðlum að nýliðun.
Sprettur lætur ryðja reiðvegina eftir því sem kostur gefst með tilliti til veðurs og veðurspár til þess að létta útreiðafólki að stunda þjálfun hesta sinna.
Sprettur stendur fyrir margskonar viðburðum td Þorrablót, Kótilettukvöld, Árshátíð, Bingókvöld.
Sprettur stendur fyrir reglulegum hópreiðtúrum sem farnir eru á laugardögum ef veður og færð leyfir.
Sprettur stendur fyrir ýmsikonar mótahaldi td Þrígangsmót, Vetarleikar, Firmamót, Íþróttamót, Gæðingmót og Áhugamannadeild.
Á Sprettssvæðinu eru nokkur hringgerði og einnig þrjú þjálfunargerði sem eru 20-40m að stærð, stefnt er að því að fjölga gerðum á svæðinu.
Á Sprettssvæðinu eru keppnisvellir sem þarf að viðhalda.
Á Sprettssvæðinu er rekstarhringur sem félagsmenn geta nýtt sér.
Á Sprettssvæðinu hafa verið girt fjölmörg viðrunarhólf sem félagsmenn geta sótt um á hverju vori fyrir hesta sína.
Sprettur rekur tvær reiðhallir Húsasmiðjuhöllina og Samskipahöllina þar sem félagsmenn geta keypt aðgangslykla til að þjálfa innandyra. Hægt er að leigja 1-3 hólf í Samskipahöllinni eða Húsasmiðjuhöllina til einkanotkunar. Til þess að fá lykil eða leigja hólf hafið sambandi í gegnum This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.
Veislusalur Spretts, Arnarfell er í Samskipahöllinni þar eru ýmsir viðburðir haldnir á vegum félagsins, salinn er hægt að leigja fyrir einkaviðburði upplýsingar fást í gegnum This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.
Þó þetta sé nú heilmikil upptalning þá er þessi listi ekki tæmandi enda eins og fyrr segir að á stóru heimili er að mörgu að huga.
Ef þú ert ekki félagi í Spretti en átt hesthús og/eða stundar þína hestamennsku á svæðinu og nýtir þar með aðstöðu og þjónustu félagsins hvetjum við þig til að skrá þig í félagið, hægt er að senda póst á This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. þar þarf nafn, kennitala, símanr að koma fram.
Félagsgjöld 2022
Fullorðnir (22ára -67 ára) 17.000
Ungmenni (18-21 árs) 6000
Eldriborgara 17.000, valfrjálst
Öryrkjar:6000
Vinir Spretts: 12.000
Undir 18 ára frítt