Þá er komið að því! Ein áhugaverðasta keppnisröðin í hestaíþróttum á Íslandi hefst með keppni í fjórgangi fimmtudaginn 3. febrúar nk. kl. 19:00.
Ráslistar verða kynntir nánar þegar nær dregur mótið og allar skráningar hafa borist.
Góðar fréttir bárust í dag um að tilslakanir verða á sóttvörnum og er nú heimilt að hafa allt að 500 manns í rými. Hvetjum við því alla til að mæta á staðinn og horfa á þessa æsispennandi keppni.
Við biðjum þá sem mæta að huga vel að eftirfarandi skilyrðum:
- Allir gestir skulu vera sitjandi
- Milli ótengdra gesta þarf að viðhafa 1 metra í nálægðartakmökunum
- Allir gestir skulu nota andlitsgrímu
- Engin veitingarsala verður
- Meðan á hlé stendur eru allir gestir beðnir um að halda kyrru fyrir í sætum.
- Keppendur eru í sér sóttvarnarhólfi og ganga inn um sér inngang.
Áhugamannadeild Equsana hefur gert samkomulag við Alendis TV sem mun sýna beint frá keppninni í allan vetur. Hægt er að kaupa áskrift á heimasíðu Alendis: https://alendis.is/.
Dagskrá deildarinnar er:
- Fimmtudagur 3. febrúar: Fjórgangur
- Fimmtudagur 17. febrúar: Fimmgangur
- Fimmtudagur 3. mars: Slaktaumatölt
- Laugardagur 12. mars: Gæðingaskeið
- Fimmtudagur 17 mars: Tölt – lokamótið
Í ár munu 15 lið keppa í deildinni og hafa orðið töluverðar breytingar á liðskipan í flestum liðum en liðin hafa nú þegar verið kynnt á vefmiðlum og samfélagsmiðlum. Liðin sem keppa í ár eru lið:
- Voot
- Ganghesta
- Kingsland
- Trausta
- Heimahaga
- Límtré Vírnet
- Hvolpasveitarinnar
- Kidka
- Smiðjunnar Brugghús
- Vagna og þjónustu
- Tölthesta
- Fleyg/Hrísdalshesta
- Pure North
- Stjörnublikks
- Hrafnsholts
Spennan er mikil og æfingar löngu hafnar.
Minnum á facebook síðuna - Áhugamannadeild Equsana – og instagrammið.
Hlökkum til að sjá ykkur sem flest, í Samskipahöllinni og á Alendis 3. febrúar nk.