Hver eru að opna verslunina og hvernig kom það til (eruð þið Kópavogsbúar)?
Í sumar opnaði Joserabúðin sem er ný gæludýraverslun í Ögurhvarfi 2 í Kópavogi. Landstólpi ehf. stendur að opnun búðarinnar og kom það til vegna Josera gæludýrafóðursins. Landstólpi hefur verið stoltur innflutningsaðili á þessu hágæðafóðri frá Þýskalandi um árabil og okkur fannst mjög spennandi að opna hina einu sönnu „Joserabúð“. Staðsetning búðarinnar þótti góð þar sem að við erum mjög nálægt Víðidalnum og Sprettssvæðinu þar sem að mikil hesta- og hundamenning er.
Og hvað er í boði í Josera og fyrir hvaða dýr (gæludýr)?
Við bjóðum upp á breitt vöruúrval og má þar nefna gæludýrafóður, gæludýravörur, hestafóður og hestavörur. Í rauninni allt fyrir ferfætlingana okkar; hundana, kettina, hestana, nagdýrin, hænurnar og fiskana.
Mikilvægt að kaupa gott fóður fyrir gæludýin (af hverju)?
Þá líður gæludýrunum okkar vel og það er okkar fremsta markmið að veita góða ráðgjöf varðandi fóðurgjöf. Josera býður uppá fjölbreytt úrval fóðurs og því ættu allir gæludýraeigendur að geta fundið rétt fóður sem hentar þeirra dýri vel.
Og þið eruð líka með hestavöru?
Já, það er gaman að segja frá því að við erum nýbúin að opna hestavörudeild sem tekin var í gagnið núna 9. desember og var því fagnað með lengri opnun og flottum opnunartilboðum. Við teljum að staðsetning búðarinnar sé fullkomin fyrir hestamanninn, þægilegt að stoppa við hjá okkur á leiðinni í hesthúsið og skutla nokkrum spænabölum á pallinn til dæmis.
...svo eruð þið með buslvænt hundasvæði í versluninni?
Buslvæna hundabaðsvæðið okkar hefur slegið í gegn og er afar vel heppnað. Gott pláss fyrir bæði dýrið og þann sem baðar og því meira buslað því betra finnst okkur. iGroom feldvörur eru notaðar í baðið og koma allir hoppandi kátur úr baði hjá okkur. Ekki þarf að panta tíma og það kostar 1.990 kr. fyrir 20 mínútur.
Og þið bjóðið upp á fría heimsendingu?
Já, ef verslað er fyrir 10.000 kr. eða meira er frí heimsending um land allt. Í búðinni okkar á netinu, www.joserabudin.is getur þú séð vöruúrvalið okkar og þar er að sjálfssögðu allt Josera gæludýrafóðrið líka.
Hvað með ykkur sjálf, eigið þið gæludýr (og hvaða tegund/-ir þá?
Já, verslunarstýran, hún Svana Runólfsdóttir á Chow Chow hunda en við vorum einmitt með tegundakynningu á þeim í nóvember.
Og er Josera gæludýrabúðin voffsalega skemmtileg verslun?
Við viljum leggja okkur fram við það já, hafa gleði og gaum í fyrirrúmi. Viljum hafa starfsemin okkar lifandi og skemmtilega Við höfum til dæmis verið dugleg að hafa viðburði á laugardögum, annaðhvort kynningar á tegundum eða kennslu í feldumhirðu og meðfram því eru flott tilboð í verslun.
https://www.facebook.com/joserabudin
https://www.instagram.com/joserabud/