Fundurinn verður haldinn í Arnarfelli. Í gildi eru reglur um 50 manna hámark í hólfi og verður salnum skipti í þrjú hólf. Þátttakendur eru beðnir að skrá sig inn í hólf þegar þeir mæta á fundinn. Veitingar verða ekki bornar fram
Dagskrá fundarins er samkvæmt 10. gr. laga félagsins.
Fundarsetning.
Kosning fundarstjóra og fundarritara.
Skýrsla stjórnar um störf félagsins á síðasta starfsári.
Framlagning reikninga félagsins.
Lagabreytingar.
Kosning stjórnar skv. 6. gr. laga félagsins.
Kosning tveggja skoðunarmanna og tveggja til vara skv. 6. gr. laga félagsins.
Kosning í nefndir skv. 17. gr. laga félagsins.
Ákvörðun félagsgjalds.
Fjárhagsáætlun næsta árs.
Önnur mál er félagið varða.
Kosning stjórnar.
Á aðalfundinum skal kjósa þrjá menn í stjórn til tveggja ára og einnig skal kjósa formann stjórnar. Þau Gréta V. Guðmundsdóttir, Pétur Örn Sverrisson, Snorri Freyr Garðarsson (sagði sig frá stjórn í maí) og formaður Sverrir Einarsson ljúka sínu kjörtímabili.
Samkvæmt 6. gr. laga félagsins skal framboði til stjórnarsetu skilað til stjórnar félagsins eigi síðar en viku fyrir aðalfund. Kjörgengir eru allir félagsmenn, 18 ára og eldri, sem eru í skilum með félagsgjöld. Auglýst hefur verið eftir framboðum og bárust 3 framboð til stjórnar. Kosning um formann til 2 ára.
Þau Gunnar Már Þórðarson, Pétur Örn Sverrisson og Sigríður Eiríksdóttir gefa kost á sér til stjórnarsetu til næstu tveggja ára. Sverrir Einarsson gefur kost á sér til formanns til næstu tveggja ára. Ekki hafa fleiri framboð borist.
Félagsmenn eru hvattir til þess að mæta á fundinn.
Stjórn hmf. Spretts.