Boðað er til aðalfundar Hestamannafélagsins Spretts fyrir starfsárið október 2020 til september 2021 þann 18. nóvember n.k. kl. 20:00. Fundurinn verður haldinn í Arnarfelli samkomusal félagsins að Hestheimum 14-16 í Kópavogi.
Frekari leiðbeiningar um framkvæmd fundarins og fundargögn verða send út síðar.
Dagskrá fundarins er samkvæmt 10. gr. laga félagsins.
1. Fundarsetning.
2. Kosning fundarstjóra og fundarritara.
3. Skýrsla stjórnar um störf félagsins á síðasta starfsári.
4. Framlagning reikninga félagsins.
5. Lagabreytingar.
6. Kosning stjórnar skv. 6. gr. laga félagsins.
7. Kosning tveggja skoðunarmanna og tveggja til vara skv. 6. gr. laga félagsins.
8. Kosning í nefndir skv. 17. gr. laga félagsins.
9. Ákvörðun félagsgjalds.
10. Fjárhagsáætlun næsta árs.
11. Önnur mál er félagið varða.
Á aðalfundinum skal kjósa formann félagsins til tveggja ára jafnframt skal kjósa þrjá stjórnarmenn til tveggja ára.
Samkvæmt 6. gr. laga félagsins skal framboði til stjórnarsetu skilað til stjórnar félagsins eigi síðar en viku fyrir aðalfund. Kjörgengir eru allir félagsmenn, 18 ára og eldri, sem eru í skilum með félagsgjöld.
Félagar sem hafa áhuga á að starfa í stjórn eru hvattir til að hafa samband á netfangið This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. fyrir kl. 16 þann 11. nóvember. Við lok þess dags verður tilkynnt um hverjir verða í kjöri.
Stjórn hmf. Spretts.