Gaman að segja frá því að í september opnaði ég rúmlega 40 lykla að reiðhöllunum fyrir félagsmenn, gaman að sjá hversu margir nýta haustblíðuna til þess að ríða út og þjálfa.
Til þess að fá lykil eða láta virkja lykil þá er best að senda póst á This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. með upplýsingum um til hversu langs tíma lykilinn á að vera opinn og hver sé skráður fyrir honum.
Allir notendur þurfa að vera skráðir fyrir lykli og vera skráðir í hestamannafélagið Sprett.
Við minnum alla á að hver lykill gildir eingöngu fyrir þann/þau sem eru skráð fyrir lyklinum.
Almennur-lykill opinn virka daga frá kl 6:15 -8:30 og frá kl. 12-23:50 um helgar frá 6:15-23:50
Fjölskyldu-lykill opinn virka daga frá kl 6:15 -8:30 og frá kl. 12-23:50 um helgar frá 6:15-23:50
Tamningamanna-lykill verður opinn 6:15-23:50 alla daga.
Almennur-lykill er fyrir einstakling ekki fyrir maka/sambýling eða börn viðkomandi eldri en 18 ára og ekki er leyfilegt að þeir/þær sem eru saman í hesthúsi noti eingöngu einn lykil.
Fjölskyldu-lykill sem gildir fyrir hjón/pör og börn þeirra undir 18 ára aldri.
Tamningamanna-lykill er fyrir fólk sem stundar tamningar og þjálfun hrossa og fólk sem vill nýta sér hallirnar alla daga.
Verð fyrir lykla.
Almennur lykill: 1-3 mánuðir 3000kr pr mánuð
Almennur lykill: 3+mánuðir 2000kr pr mánuð
Fjölskyldulykill 1-3 máuðir 5000kr pr mánuð
Fjölskyldulykill 3+mánuðir 4000kr pr mánuð
Tamningamannalykill 20.000kr pr mánuð
Kveðja
Lilja Sigurðard.