Það var góð heimsókn sem við Sprettarar fengum sl föstudag. Hagsmunasamtök hmf Sleipnis, Flóahrepps, Árborgar og Vegagerðarinnar komu til okkar til að kynna sér fyrirkomulag og framtíðarsýn í skipulagsmálum á svæðinu okkar, hvað varðar reiðvegi, öryggi og uppbyggingu. Sverrir formaður, Lilja framkvæmdastjóri, Ari vertaki, Gunni “bakari” og Halldór reiðveganefndarmaður voru í móttökunefnd okkar.
Að austan komu Sigríður Magnea Björgvinsdóttir formaður Sleipnis, Guðni Ágústsson heiðursfélagi Sleipnis, Kjartan Ólafsson fv formaður Sleipnis, Guðbjörg Guðmundsdóttir formaður skipulagsnefndar Sleipnis, Einar Hermundsson formaður reiðveganefndar Sleipnis, Hrafnkell Guðnason frá Flóahreppi, Sigurjón Vídalín form skipulagnefndar Árborgar, Anton Kári Halldórsson, deildarstjóri skipulagsdeildar Árborgar og Þorbjörg Sævarsdóttir, frá Vegagerðinni en hún er hönnunarstjóri hringvegarins.
Fundurinn var hinn allra skemmtilegasti og fróðlegur. Halldór, okkar fór á kostum enda þekkir hann alla króka og kima á svæðinu semog reiðleiðirnar í kringum okkur. Jafnvel þó víðar væri leitað.
Að loknum umræðum var farið í skoðunarferð um svæðið okkar og það var gaman að heyra hversu vel gestunum þótti hafa tekist til hjá okkur. Brekkurnar hafa sjaldan verið eins vel slegnar, um 130 viðrunarhólf, búið að bæta aðstöðu fyrir áhorfendur með að hækka mönina fyrir ofan keppnisvellina þannig að hægt er að horfa á úr í bílum.
Einnig búið að leggja reiðveg við hlið Samskipahallarinnar sem tengist reiðveginum fyrir ofan völlinn þannig að það væri hægt að skeiðleggja í gegnum höllina til vesturs. Búið að bæta við og verið að gera ný gerði á svæðinuog bæði hringgerði og stórt gerði neðst í Heimsenda. Einnig verið að bæta lýsingu við gerðin og bæta við hraðahindrun. “Skítamálin” voru líka rædd þ.e. að félagsmenn geti losað skítinn á svæðinu gegn vægu gjaldi.
Það var ekki laust við að við værum dálítið ánægð með okkur eftir þessa góðu heimsókn, takk fyrir komna.
Kv. Sverrir og Lilja