Sverrir Einarsson form., Þórdís Anna Gylfadóttir og Lilja Sigurðardóttir framkvæmdastj
Hestamannafélagið Sprettur hefur ráðið Þórdísi Önnu Gylfadóttur sem yfirþjálfara félagsins.
Yfirþjálfari tekur að sér kennslu og felur það í sér umsjón með námskeiðahaldi félagsins.
Yfirþjálfari stýrir og hefur faglega umsjón með þjálfun félagsmanna, þá sérstaklega yngri flokka og nýliða.
Yfirþjálfari starfar í samstarfi við framkvæmdastjóra, fræðslunefnd og æskulýðsnefnd félagsins.
Þórdís er menntaður reiðkennari frá Háskólanum á Hólum og hefur víðtæka reynslu af ýmiskonar kennslu og þjálfun. Þórdís hefur einnig meistaragráðu í verkefnastjórnun frá Háskólanum í Reykjavík, diplóma í viðburðastjórnun frá Háskólanum á Hólum og er einnig núverandi meistarnemi við hestafræðideild Háskólans á Hólum. Þórdís starfar sem verkefnastjóri Knapamerkjanna hjá Háskólanum á Hólum og er einnig stundakennari þar. Þórdís er sjálfstætt starfandi reiðkennari og sinnir reiðkennslu fyrir Sprett.
Staða yfirþjálfara er spennandi tilraunaverkefni til 10 mánaða sem felur í sér að færa Hestamannafélagið Sprett nær því að starfa á sama hátt og önnur íþróttafélög bæjafélaganna Garðabæjar og Kópavogs, að aðstoða iðkendur við að stunda hestaíþróttir á árs grundvelli. Þórdís tekur til starfa 1.10.2021 og gildir samingurinn til 1.8.2022.
Hestamannafélagið Sprettur býður Þórdísi velkomna til starfa og hlökkum við til samstarfsins. Hægt verður að hafa samband við Þórdísi í gengum netfanið This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.