Nú eru framkvæmdir 1. áfanga samgöngustígs í Ævintýragarði í Mosfellsbæ hafnar.
Samgöngustígurinn mun liggja frá Brúarlandi yfir Varmá, framhjá hundagerði og Ævintýragarði og inn að Tunguvegi.
Jafnframt er hafin vinna við að endurnýja Varmárræsi neðan íþróttasvæðis við Varmá.
Meðan á þeim framkvæmdum stendur mun reiðleiðin frá Brúarlandi að Tunguvegi loka. Það þýðir að leiðin frá Hafravatni/Hólmsheiði og inn í hesthúsahverfi Harðar lokast á þessum kafla.
Beðist er velvirðingar á þeim óþægindum og truflunum fyrir hestamenn sem af þessum framkvæmdum hlýst og er fólk beðið að sýna framkvæmdaraðilum tillitssemi meðan á framkvæmdum stendur.
Áætluð verklok við endurnýjun Varmárræsis eru um miðjan júlí 2021.