Sprettarinn Valdís Björk Guðmundsd. útskrifaðist af hestafræðideild Hólaskóla um ný liðna helgi. Valdís Björk vann verðlaunagripinn Morgunblaðshnakkinn sem veittur er fyrir besta heildarárangur í öllum reiðmennskugreinum í BS-námi í reiðmennsku og reiðkennslu og verðlaun Félags tamningamanna fyrir besta árangur á lokaprófi í reiðmennsku.
Sprettur óskar Valdísi innilega til hamingju með frábæran árangur, hlökkum til að fá hana til liðs við okkur í kennslu næstkomandi vetur.