Sunnudaginn 30. maí verður farið í fjöruferð æskulýðsnefndar í Þorlákshafnarfjöru, ef veður leyfir.
Endilega takið daginn frá!
Við höfum fengið frábæran fararstjóra með okkur, Jón Magnússon hefur tekið það hlutverk að sér en hann er bæði þaulreyndur knapi og þekkir vel til staðhátta. Að auki verður að minnsta kosti einn fulltrúi æskulýðsnefndar til halds og trausts.
Að gefnu tilefni viljum við taka fram að hver og einn knapi er á eigin ábyrgð og mikilvægt að þátttakendur í reiðtúrnum séu vanir og færir um að fara í reiðtúr. Við viljum benda á að hrossin verða oft spræk þegar komið er í fjöru og því stundum farið nokkuð hratt yfir.
Við óskum eftir því að öll börn hafi fullorðinn aðila sem tekur ábyrgð á þeim í reiðtúrnum komi eitthvað upp á.
Við munum að sjálfsögðu sameina í kerrur en það væri gott ef að þeir sem hafa aðgang að hestakerrum gætu keyrt hesta á staðinn.
Vinsamlega sendið póst á This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. til að skrá þátttöku, við óskum eftir nöfnum barna, nafni fullorðins sem fylgir og símanúmeri.
Eins væri gott að fá upplýsingar um hvort vanti aðstoð með far eða ekki og þá hvort þið hafið auka pláss á kerrunni.
Við gerum ráð fyrir því að leggja af stað frá Samskipahöllinni og vera í samfloti.
Nánari tímasetning verður auglýst síðar. Að reiðtúri loknum mun æskulýðsnefnd bjóða upp á hressingu.
Æskulýðsnefnd Spretts