Aðalfundar Hestamannafélagsins Spretts fyrir starfsárið október 2019 til september 2020 18. maí kl. 20:00.
Fundurinn verður haldinn í Arnarfelli. Þar sem nú hefur verið slakað á samkomutakmörkunum verður hægt að halda fundinn í raunheimum og því verður fundinum ekki streymt á netmiðli. Í gildi eru reglur um 50 manna hámark í hólfi og verður salnum skipti í þrjú hólf. Þátttakendur eru beðnir að skrá sig inn í hólf þegar þeir mæta á fundinn. Veitingar verða ekki bornar fram
Dagskrá fundarins er samkvæmt 10. gr. laga félagsins.
Fundarsetning.
Kosning fundarstjóra og fundarritara.
Skýrsla stjórnar um störf félagsins á síðasta starfsári.
Framlagning reikninga félagsins.
Lagabreytingar.
Kosning stjórnar skv. 6. gr. laga félagsins.
Kosning tveggja skoðunarmanna og tveggja til vara skv. 6. gr. laga félagsins.
Kosning í nefndir skv. 17. gr. laga félagsins.
Ákvörðun félagsgjalds.
Fjárhagsáætlun næsta árs.
Önnur mál er félagið varða.
Lagabreytingar
Stjórn leggur til eftirfarandi breytingar á lögum félagsins:
1. Breytingar á 11. gr. er varða reikningsár félagsins. Greinin hljóði þannig: Reikningsár félagsins er almanaksárið.
2. Breyting á 10. gr. laga félagsins varðar tímasetningu aðalfundar sem er í núverndi lögum að skuli halda fyrir 1. desember ár hvert. Tillaga er því gerð um breytta 10. gr. er hljóði svo: Aðalfundur hefur æðsta vald í málefnum félagsins. Aðalfund skal halda fyrir 1. júní ár hvert, og skal hann boðaður skv. ákvæðum 9. gr. en þó með minnst viku fyrirvara.
Kosning stjórnar.
Á aðalfundinum ganga þrír stjórnarmenn úr stjórn. Þau Margrét Tómasdóttir, Ólafur Karl Eyjólfsson og Kristján Ríkharðsson ljúka sínu kjörtímabili.
Samkvæmt 6. gr. laga félagsins skal framboði til stjórnarsetu skilað til stjórnar félagsins eigi síðar en viku fyrir aðalfund. Kjörgengir eru allir félagsmenn, 18 ára og eldri, sem eru í skilum með félagsgjöld. Auglýst hefur verið eftir framboðum og bárust 3 framboð til stjórnar.
Þær Jenný Eriksson, Kolfinna Guðmundsdóttir og Margrét Tómasdóttir gefa kost á sér til stjórnarsetu til næstu tveggja ára. Þar sem ekki hafa fleiri framboð borist eru þær sjálfkjörnar.
Tillaga að félagsgjaldi.
Stjórn leggur til að félagsgjald verði óbreytt.
Stjórn hmf. Spretts.