Kæru Sprettarar.
Oft er nú sagt að það sé mikið að gera á stóru heimili, það má með sanni segja að það eigi við okkur Sprettara sl vikur. Mikið hefur verið í gangi á svæðinu okkar.
Í vetur og vor hefur verið unnið í að því að hækka reiðveginn og gera plan meðfram möninni að norðanverðri skeifunni, nú er sú vinna langt komin og verður hægt að leggja bílum þar og horfa ofaní skeifuna þegar viðburðir eru á keppnisvellinum, eins erum við að vinna í að hækka reiðveginn sunnan megin við keppnisvöllinn.
Öflugur hópur sjálfboðaliða hafa lagt vinnu í að laga og girða fleiri viðrunarhólf á svæðinu okkar, nú eru hólfin orðin 135 talsins, þetta væri ekki orðið svona gott nema fyrir tilstilli þeirra sem hafa komið eftir dagvinnu og lagt hönd á plóg, kæara þakkir þið allir sem hafið staðið í ströngu við girðingarvinnu.
Síðustu fimm daga hafa verið haldin 3 frábær mót, miðvikudaginn 12. maí var Karlatölt Spretts sem tókst frábærlega enn og aftur koma sjálfboðaliðarnir okkar þar við sögu, öflugur hópur karla sem koma að þessu móti og svo leita þeir til kvennanna í Kvennatöltsnefndinni með aðstoð við að halda mótið, þeir aðstoða svo stelpurnar við að halda Kvennatöltið sem var einmitt haldið sl fimmtudag 13. maí, glæsilegt og skemmtilegt mót. Kærar þakkir karla og kvennatöltsnefndir fyrir ykkar framlag til félagsins auk allra sjálfboðaliðanna sem koma að vinnu á mótsdag, ritarar, dyraverðir, fótaskoðun ofl ofl.
Á fimmtudag 13. maí hófst svo Íþróttamót Spretts á skeiðgreinum, rúmlega 400 skráningar voru á mótinu og var fyrirséð að dagskráin yrði þétt og mikið álag yrði á öllu starfsfólki.
Mótið tókst með ágætum og mönnunin var góð, svæðið okkar lítur vel út og veðrið lék við okkur alla helgina, frábært að sjá og finna hversu margir Sprettarar vildu gefa tíma sinn í vinnu á mótinu. Kærar þakkir þið öll.
Ef við værum ekki svona dugleg og áhugasöm um að leggja hönd á plóg fyrir félagið okkar væri ekkert að gerast hjá okkur, við erum ykkur öllum mjög þakklát og sýnir þetta okkur hversu frábærir við erum Sprettarar.
Það sem er svo næst á dagskrá hjá okkur í mótahaldi er sameiginlegt gæðingamót Spretts og Fáks helgina 4.-6.júní sem verður haldið á félagssvæði Spretts.
Kv Lilja Sigurðard og Sverrir Einarsson