Ræktunardagur Hrossaræktarfélags Spretts fer fram 15. febrúar næstkomandi.
Dagskrá:08:00 – 12:00 Forskoðun kynbótahrossa og kynning á byggingardómum. Kristinn Hugason,Reiðhöll Spretts
12:00 – 14:00 Sviðamessa í Reiðhöll Spretts á vegum Jonna. Fræðsluerindi Bergur Jónsson, Ketilsstöðum
15:00- 18:00 Folaldasýning í Reiðhöll Spretts. Dómari: Bergur Jónsson
18:00-20:00 Sölusýning og uppboð á hrossum. Kynnir Logi Laxdal. Bjórkvöld á vegum Jonna.
Nánar:Forskoðun kynbótahrossa fer fram í Reiðhöll Spretts 15. Febrúar frá kl 08:00 – 12:00. Dómari Kristinn Hugason. Sérstök kynning á byggingardómu mun fara fram kl 10:00 – 10.30 þar sem farið verður yfir dóma á áður hátt dæmdu hrossi. Skráning í forskoðun hjá:
This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. í síðasta lagi þann 12. febrúar fyrir klukkan 20:00. Skrá þarf IS númer ,nafn, lit, foreldra og ræktanda. Skráningargjald kr 1.500 fyrir félagsmenn í Hrossaræktarfélagi Spretts, kr. 2.000 fyrir aðra, greitt í reiðufé á staðnum . Skráning öllum opin. Einstakt tækifæri fyrir fólk að sjá hvort borgi sig að halda áfram með þjálfun á væntanlegum kynbótagrip. Kristinn hefur ekki klikkað á þessum forskoðunum.
Sviðamessa í hádeginu á vegum Jonna í Reiðhöll Spretts . Panta þarf mat í þessa veislu hjá:
This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. í síðasta lagi 12. Febrúar. Í Sviðamessunni mun Bergur Jónsson frá Ketilsstöðum halda fræðsluerindi . Hann kann frá mörgu af segja meðal annars af langri og farsælli ræktun.
Folaldasýning kl. 15:00-18:00. Keppt verður í flokki hesta og hryssa. Dómari Bergur Jónsson. Skráning hjá:
This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. í síðasta lagi 12.febrúar kl 20:00. Skrá þarf IS númer. lit, foreldra og ræktanda. Skráningargjald kr 1.500 fyrir félagsmenn í Hrossaræktarfélagi Spretts, kr. 2.000 fyrir aðra, greitt í reiðufé á staðnum. Skráning er öllum opin.
Sölusýning og uppboð á hrossum. Stjórnandi Logi Laxdal. Jafnframt verður bjórkvöld á vegum Jonna. Logi mun án efa gera þessa sölusýningu og uppboð skemmtilegt. Fáir fróðari um hesta og ættir þeirra en snillingurinn sá. Jonni klikkar aldrei á veitingunum. Skráning hjá:
This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. í síðasta lagi 12. febrúar kl 20:00. Skrá þarf IS númer, lit, foreldra og ræktanda. Skráning öllum opin.
Skrá þarf í eftirtalda verðflokka:
- a. 0 – 300 þús.
- b. 300- 600 þús.
- c. 600- 900 þús
- d. 900- 1200 þús.
- e. 1200 þús og hærra
Ágætu Sprettarar og aðrir, takið daginn frá. Skemmtum okkur saman á ræktunardeginum.
Stjórn Hrossaræktarfélags Spretts.
Sprettarar sem ekki eru skráðir í hrossaræktarfélagið geta skráð sig með því að senda póst á Hannes formann félagsins,
This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it..
Hægt er að fá frekari upplýsingar um hrossaræktarfélagið hér á heimasíðunni.