Hmf Sprettur hafði samband við hjónin á Kjóastöðum í Biskupstungum og bað þau hjón um að setja saman hestaferð fyrir Sprettarar.
23.-27.júní
Miðvikudagur.23 Júni ,safna saman hrossum á Kjóastöðum(allan daginn og fram á kvöld) Kjóastöðum
Fimmtudagur 24 Júni ,Riðið upp Tungufellsdal.Og inn Hrunamannaafrétt i Helgaskála sem er við Stóru Laxá þar sem Laxárglufrinn byrja.(ca 25- 30km)
Föstudagur 25 Júni,Idag höldum við lengra inn á hálendið og stefnan tekin á skálann i Svinárnesi.Á leiðinni kíkjum við á Laxárgljúfrinn.Svinárnes skálinn stendur á bökkum Svinár og Sandár austur af Bláfelli.(ca 25-30)
Laugardagur 26 Júni,Idag þurfum við ekki að pakka saman þar sem við verðum aðra nótt i skálanum.Þetta verður léttur dagur fyrir menn og hesta.Við förum i reiðtúr að Hvitá og skoðum fossinn Ábóta og svo tilbaka i skálanum i grill og kvöldvöku!(15 km)
Sunnudagur 27 Júni,Idag er síðasti dagur og við snúum heim á leið sem leið liggur niður afréttinn framhjá Gullfoss austan megin niður Tungufellsdal og yfir Brúarhlöð og i Kjóastaði.
(ca40-45 km)
Það mun vera trússbíll með alla daga(með rjúkandi kaffi og kleinur!) nema á laugardaginn.
Æskilegt er að hafa 3 hesta per mann sem þurfa að vera á sem nýjustu járnum(ferðajárningu),hægt að fá leigða hesta hjá okkur á sanngjörnu verði fyrir þá vanta.
Verð miðað við 3 nætur 4 reiðdaga
Fullt fæði
Hey og girðingagjald fyrir 3 hesta,borgað aukalega fyrir hesta umfram það.
Hægt að fá gisting á Kjóastöðum Miðvikudag og eða Sunnudag ef vill.(borgað sér)
132.000 á mann
Bestu kveðjur Ása og Hjalti
Skráning fer fram hjá þeim í gegnum netfangið This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.
Geysir Hestar
+354-8471046
www.geysirhestar.com