Hestamannafélagið Sprettur vill þakka fyrir allar þær gjafir og þær kveðjur sem bárust félaginu á vígsludegi reiðhallar Spretts. Fyrir áhugasama þá má sjá lista yfir gjafir hér að neðan.
- Kvennadeild Spretts gaf Carat borðbúnaður úr þýsku gæðapostulíni fyrir 150 manns.
- Límtré Vírnet gaf Spretti hringgerði sem staðsett er fyrir utan nýju höllina.
- Inter gaf Spretti hjartastuðtæki sem staðsett verður í nýju reiðhöllinni.
- Halldór Halldórsson gaf Spretti málverk.
- Hestamannafélagið Fákur gaf samlokugrill og veggklukku.
- Félag tamningamanna gaf veggklukku
- Hestamannafélagið Hörður gaf sögu Harðar og Harðarfélaga.
- Hestamannafélagið Sörli gaf Spretti listaverk.
- Hestamannafélagið Sóti gaf Spretti listaverk.
- Landssamband hestamanna gaf áritaðan skjöld og blóm.
- Ljósmynd af höllinni og hverfinu um vígsluhelgina frá Henrik Johannsson iSky.
Auk þess bárust blóm og hamingjuóskir frá Hestamannafélaginu Mána, Hestamannafélaginu Freyfaxa, Brimfaxafélögum í Grindavík, Arionbanka og Félagi hrossabænda.