Boðað er til aðalfundar Hestamannafélagsins Spretts fyrir starfsárið október 2019 til september 2020 þann 18. maí n.k. kl. 20:00.
Fundurinn verður haldinn í Arnarfelli en verður að líkindum streymt vegna aðstæðna í samfélaginu. Komi hins vegar til þess að slakað verði á samkomutakmörkunum þannig að hægt verði halda fundinn með hefðbundnum hætti mun það verða tilkynnt. Frekari leiðbeiningar um framkvæmd fundarins og fundargögn verða send út síðar.
Dagskrá fundarins er samkvæmt 10. gr. laga félagsins.
Fundarsetning.
Kosning fundarstjóra og fundarritara.
Skýrsla stjórnar um störf félagsins á síðasta starfsári.
Framlagning reikninga félagsins.
Lagabreytingar.
Kosning stjórnar skv. 6. gr. laga félagsins.
Kosning tveggja skoðunarmanna og tveggja til vara skv. 6. gr. laga félagsins.
Kosning í nefndir skv. 17. gr. laga félagsins.
Ákvörðun félagsgjalds.
Fjárhagsáætlun næsta árs.
Önnur mál er félagið varða.
Stjórn leggur til breytingu á lögum félagsins varðandi reikningsár félagsins 11. gr. laga félagsins verði eftirleiðis svo:
“ Reikningsár félagsins er almanaksárið.“
Jafnframt verði 10. gr. laga félagsins breytt þannig að í stað þess að halda skuli aðalfund fyrir 1. desember ár hvert skuli aðalfundur haldinn fyrir 1. júní ár hvert. Tillaga er því gerð um breytta 10. gr. er hljóði svo:
„Aðalfundur hefur æðsta vald í málefnum félagsins. Aðalfund skal halda fyrir 1. júní ár hvert, og skal hann boðaður skv. ákvæðum 9. gr. en þó með minnst viku fyrirvara.“
Á aðalfundinum ganga þrír stjórnarmenn úr stjórn. Þau Margrét Tómasdóttir, Ólafur Karl Eyjólfsson og Kristján Ríkharðsson ljúka sínu kjörtímabili.
Samkvæmt 6. gr. laga félagsins skal framboði til stjórnarsetu skilað til stjórnar félagsins eigi síðar en viku fyrir aðalfund. Kjörgengir eru allir félagsmenn, 18 ára og eldri, sem eru í skilum með félagsgjöld.
Félagar sem hafa áhuga á að starfa í stjórn eru hvattir til að hafa samband við formann í This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. fyrir 11. maí. Við lok þess dags verður tilkynnt um hverjir verða í kjöri.
Stjórn hmf. Spretts.