Á mánudaginn var haldið fyrsta námskeiðið í nýju höllinni og hafa öll námskeð núna færst þangað yfir. Félagsmönnum er heimilt að nota höllina þegar ekki er námskeiðshald í gangi. Gengið er inn í höllina með hesta á norður hlið hússins, þrír inngangar eru inn í reiðsalinn og er höllinni skipt upp til bráðabirgða með keilum og borðum. Félagsmenn sem koma inn með hesta þurfa að hreinsa sjálfir upp eftir hestinn en hjólbörur og gaffall/skófla eru til taks í höllinni.
Félagsmönnum ber að sýna tillitssemi í reiðsalnum, sérstaklega gagnvart félagsmönnum sem eru á námskeiðum í öðrum bilum, má þar helst nefna námskeiðið hjá Sigrúnu Sig og námskeið á laugardögum fyrir Pollana í Spretti.
Þegar höllin er opin og kennsla ekki í gangi í því bili, er félagsmönnum heimilt að koma inn.
Allar nánari upplýsingar um aðgang að höllinni koma fljótlega.
Ef einhverjar spurningar vakna er hægt að hafa samband við Framkvæmdastjóra Spretts, Sigurlaugu í síma: 845-4036.