Vígsluhátíðin reiðhallarinnar okkar á laugardaginn var stórglæsileg í alla staði. Gestir á hátíðinni voru rúmlega 1.000 talsins. Það er mikil hvatning að sjá hversu margir sáu sér fært að mæta á þennan stóra viðburð í sögu Spretts.
Á vígslunni var undirritaður rekstrarsamningur milli Hestamannafélagsins Spretts og Kópavogs og Garðabæjar, sjá meðfylgjandi mynd. Sveitarfélögin styrkja félagið samkvæmt fjárhagsáætlunum þeirra fyrir árið 2014 um 6.000.000 krónur hvort. Hestamannafélagið á að ráðstafa styrkjnum til rekstrar nýrrar reiðhallar og til barna og unglingastarfs félagsins. Styrkurinn mun greiðast með þremur greiðslum, þann 1.
mars, 1. ágúst og 1. nóvember.
Kærar þakkir til þeirra fjölmörgu Sprettara sem komu að vígslunni og gerðu þessa hátíð jafn stórkostlega og raun bar vitni. Félagið er fullt af hæfileikaríkum félagsmönnum sem eru félaginu til mikils sóma. Án félagsmanna væri Sprettur ekki til.