Nýjar sóttvarnareglur taka gildi nú á miðnætti 25.3.2021
Eins og flestum er örugglega kunnugt um þá hafa yfirvöld hert sóttvararnreglur til muna.
Þessar reglur hafa það í för með sér að í hvorri höll mega 10 manneskjur vera inni í einu.
Við biðlum til félagsmanna að takmarka tíma sinn inni í hvert skipti við hámark 20.mín. Hjálpumst öll að við að virða þessa reglu.
Við biðjum alla að gæta að persónulegum sóttvörnum, spritt er við alla innganga og við skítagaflana hjá hjólbörunum.
Áhorfendur eruð bannaðir í höllunum.
Námskeiðahald helst óbreytt, enda er nálægðar ekki krafist við reiðkennslu.
“Íþróttir inni og úti, jafnt barna og fullorðinna, sem krefjast meiri nálægðar en 2 metra eða þar sem hætta er á snertismiti vegna sameiginlegs búnaðar, eru óheimilar. “
https://www.stjornartidindi.is/Advert.aspx?RecordID=45819eab-99a5-45b1-890c-2fdb04bc7610