Aðalfundur hmf. Spretts verður haldinn miðvikudaginn 24. mars nk. kl. 20:00 í Samskipahöllinni að Hestheimum 14-15 í Kópavogi eins og áður hefur komið fram á heimasíðu félagsins.
Dagskrá fundarins er í samræmi við 10. gr. laga hmf. Spretts þessi:
1. Fundarsetning.
2. Kosning fundarstjóra og fundarritara.
3. Formaður leggur fram og kynnir skýrslu stjórnar um störf félagsins á síðasta starfsári.
4. Framlagning endurskoðaðra reikninga félagsins.
5. Lagabreytingar, skv. 20. gr.
6. Kosning aðalstjórnar skv. 6. gr.
7. Kosning tveggja skoðunarmanna og tveggja til vara skv. 6. gr.
8. Kosning í nefndir skv. 17. gr.
9. Ákvörðun félagsgjalds.
10. Fjárhagsáætlun fyrir næsta ár skal lögð fram.
11. Önnur mál, sem félagið varðar.
Engar lagabreytingartillögur hafa borist og mun liður 5 því falla niður. Á aðalfundi mun stjórn heiðra knapa fyrir framúrskarandi keppnisárangur á árinu 2020.
Af orsökum sem óþarft er að rekja hefur það dregist að mögulegt sé að halda aðalfund. Fundur þessi er því aðalfundur fyrir tímabilið 1.10.2019-30.9.2020.
Vegna samkomutakmarkana verður nauðsynlegt að hafa fundinn í þremur sóttvarnarhólfum, grímuskylda verður á fundarstað auk þess sem þeir sem koma til fundarins þurfa að skrá nafn sitt og kennitölu, síma og fá úthlutað númeruðu sæti. Til þess að auðvelda framkvæmd þurfa þeir sem hyggjast sækja aðalfundinn að skrá sig á fundinn með því að senda tölvupóst með upplýsingum um nafn, kennitölu og síma í netfangið This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. og munu fá svar þar sem þeim verður úthlutað sæti og tilgreint er hvaða sóttvarnarhólfi viðkomandi tilheyrir. Áréttað er að mismunandi inngangur og salerni verða fyrir hvert hólfanna.
Komi til þess að breyta þurfi tilhögun fundarins vegna strangari sóttvarnarreglna mun það verða tilkynnt á heimasíðu félagsins.
Stjórn hmf. Spretts