Sunnudaginn 28. mars verður haldinn fyrsti æskulýðsreiðtúrinn þetta vorið ef veður leyfir.
Miðað er við að vera með reiðtúrana tvískipta, fyrir hádegi fara yngri Sprettara og eftir pítsa veislu í reiðhöllinni leggur eldri hópurinn af stað. Leiðbeinandi fylgir hópunum en Hrafnhildur Blöndahl hefur tekið það hlutverk að sér. Einnig fylgir einn knapi með frá Æskulýðsnefnd.
Fyrir hádegi er gert ráð fyrir að forsjáraðili fylgi krökkunum. Velkomið er að teyma börn í reiðtúrnum. Fyrirhugað er að leggja af stað kl 11.00 frá Heimsenda 1 og verða komin til baka í pítsaveisluna klukkan 12.00. Veisla verður í reiðhöllinni bæði fyrir hópinn sem er að klára túrinn og þau sem leggja af stað eftir hádegi.
Klukkan 13.30 verður lagt af stað frá Samskiptahöllinni með eldri krakkana í reiðtúr og þá eru allir saddir og sælir. Að gefnu tilefni viljum við taka það fram að hver og einn knapi er á eigin ábyrgð og mikilvægt að þátttakendur í reiðtúrunum séu hestfærir og vanir að fara sjálfir í reiðtúr.