Spennan er mikil enda fer fram lokamótið í þessari frábæru keppnisröð áhugamanna. Á fimmtudaginn
geta allir knaparnir fimm úr hverju liði keppt en þrjár efstu einkunnirnar í hverju liði gilda í
stigastöfnunina.
Staðan í stigakeppninni er æsispennandi og það verður hart barist á lokakvöldinu.
Í þremur efstu sætum í einstaklingsstigakeppninni raða liðsfélagarnir úr liði Heimahaga sér í þrjú efstu
sætin, Jóhann Ólafsson er efstur eins og staðan er með 22 stig, Ríkharður Flemming er næstu með 17,5
stig og Edda Hrund Hinriksdóttir í þriðja sæti með 13,5 stig.
Í liðakeppninni leiðir lið Heimahaga með 309 stig, lið Stjörnublikks er í öðru sæti með 274,5 stig og lið
Vagna og þjónustu í þriðja sæti eins og staðan er með 238 stig.
Það er Devold ullarföt sem er styrktaraðili lokakvöldsins en Devold eru eitt þekktasta merki í ullarfötum
enda verið þar framleidd síðan 1853. Saga fyrirtækisins hófst á dögum fyrstu heimskautaleiðangra og í
yfir 160 ár hefur aðalmarkmiðið verið að framleiða fatnað sem veitir þægindi, gæði og vörn. Allur
fatnaður Devold eru framleiddur úr Merinó ull sem býr yfir nátturulegum töfrum. Flíkurnar hafa þann
eiginleika að draga í sig og sleppa frá sér raka, til að kæla þig niður eða til að halda á þér hita og
fullkomin í alla útivist og ekki síst í hestamennskuna.
Devold eru gæðarvörur sem fást í mörgum útivistar- og hestavöruverslunar landsins.
Það eru 200 sæti laust á áhorfendapöllum og það eru liðin sem bjóða með sér gestum en við verðum
auðvitað líka með Alendis TV í beinni útsendingu.
Hvetjum alla til að vera með okkur í lokakeppninni og í loka verðlaunaafhendingunni.
Ráslistar verða birtir á miðvikudagsmorgun 17 mars.