Á fundi stjórnar hmf. Spretts sl. miðvikudag var ákveðið að breyta aðgangstímum á lyklum félagsmanna að reiðhöllum. Er ætlunin að með þessu móti nýtist hallirnar félagsmönnum betur.
Almennur lykill sem hingað til hefur verið í gildi frá kl 14-23 virka daga og 7-23 um helgar mun verða opinn á virkum dögum frá frá kl 6:15 -8:30 og frá kl. 12-23:50.
Um helgar verður lykillinn opinn frá kl 6:15-23:50
Tamningamannalykillinn verður opinn 6:15-23:50 alla daga.
Við minnum alla á að hver lykill gildir eingöngu fyrir þann sem skráður er fyrir lyklinum.
Lykillinn er ekki fyrir maka/sambýling eða börn viðkomandi eldri en 18 ára og ekki er leyfilegt að þeir/þær sem eru saman í hesthúsi noti eingöngu einn lykil.
Hægt er að kaupa fjölskyldulykil sem gildir fyrir hjón/pör og börn þeirra undir 18 ára aldri, allir notendur þurfa að vera skráðir fyrir lyklinum og vera skráðir í hmf Sprett.
Mjög mikilvægt er að eftir þessu sé farið, núna á tímum Covid þurfum við að geta rakið nákvæmlega hver er inni hverju sinni og því mikilvægt að allir noti sinn eigin lykil, allar komur í reiðhöllina eru skráðar rafrænt.
f.h. stjórnar hmf. Spretts
Lilja Sigurðardóttir frkv.stj. Spretts.