Ein áhugaverðasta keppnisröðin í hestaíþróttinni á Íslandi hefst með keppni í fjórgang fimmtudaginn 4 febrúar kl. 19:00.
Góðu fréttirnar í dag eru að keppni í hestaíþróttum má hefjast en án áhorfenda. Við vonum samt að þegar líða tekur á veturinn þá verði staðan breytt og við getum þá notið þess að vera með keppnina með dyggum aðdáendum deildarinnar í höllinni en þangað til þá bjóðum við uppá beinar útsendingar frá keppniskvöldunum.
Áhugamannadeild Equsana hefur gert samkomulag við Alendis TV sem mun sýna beint frá keppninni í allan vetur. Hægt er að kaupa dagsáskrift á kr. 2490 eða mánaðaráskrift á kr. 3490 og fá þá í leiðinni aðgang að öðrum viðburðum sem Alendis TV sýnir beint frá. Hægt er að nálgast áskrift á www.alendis.tv
Dagskrá deildarinnar er :
Fimmtudagur 4 febrúar : Fjórgangur
Fimmtudagur 18 febrúar : Fimmgangur
Fimmtudagur 4 mars : Slaktaumatölt
Fimmtudagur 18 mars : Tölt - lokakeppni
Í ár munu 13 lið keppa í deildinni og hafa orðið töluverðar breytingar á liðskipan í flestum liðum. Í næstu viku byrja kynningar á liðum, knöpum og þjálfurum en liðin sem keppa í ár eru: Voot-liðið, Hofstaðir/Úrvalshesta/Votamýri-liðið, Lið Heimahaga, Lið Vagna og Þjónustu, Lið Pure North, Lið Tölthesta, Lið Stjörnublikks, Lið Camper Iceland, Lið Húnvetningana, Lið ZO-ON, Lið Hvolpasveitarinnar, Lið Fákafars og Lið Kaffivagnins.
Spennan er mikil og æfingar eru löngu hafnar.
Minnum á facebook síðuna – Áhugamannadeild Equsana og instagrammið #ahugamannadeildspretts
Hlökkum til að „sjá“ ykkur á Alendis TV fimmtudaginn 4 febrúar kl. 19:00