Æskulýðsnefnd Spretts lagði fyrir skoðunarkönnun í nóvember til þess að heyra frá félagsmönnum tengt skipulagi starfsins. Góð þátttaka var og fengum við fjölbreytt svör sem hjálpa til við skipulag starfsins tengt börnum og unglingum hjá Spretti. Æskulýðsnefndin vill gera niðurstöðurnar aðgengilegar fyrir félagsmenn og hefur því tekið saman smá greinagerð fyrir áhugasama. Nefndin mætti á stjórnarfund Spretts í desember, kynnti niðurstöðurnar og átti gott spjall um verkefnin framundan. Næstu mál eru að kynna valin mál sem þarna koma fram fyrir nefndum sem geta nýtt sér niðurstöðurnar, ungum spretturum til hagsbóta.
Ef spurningar vakna, fólk vill koma einhverju á framfæri eða vilji er til að hjálpa við að keyra á valin mál tengt börnum og unglingum er velkomið að hafa samband við
This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it..
Kveðja Æskulýðsnefndin