Æskulýðsnefnd Spretts langar að benda félagsmönnum á sérstakan íþrótta- og tómstundastyrk fyrir börn og unglinga sem koma frá tekjulægri heimilum. Þetta er hluti af aðgerðum stjórnvalda vegna Covid19 þar sem markmiðið er að jafna tækifæri barna og unglinga til þátttöku í skipulögðu íþrótta og tómstundastarfi. Styrkurinn er veittur vegna barna sem fædd eru á árunum 2005-2014 og búa á heimilum þar sem heildartekjum framfærenda er að meðaltali lægri en 740.000 kr á mánuði frá mars til júlí 2020.
Hægt er að sækja um styrkinn á vefnum island.is https://island.is/styrkur-til-ithrotta-og-tomstundastarfs.
Hvetjum félagsmenn til að sækja um þennan styrk fyrir börn og/eða unglinga ef þið eruð innan þessarar skilgreininga.