Nú á dögunum leitaði menntasvið Kópavogsbæjar til okkar hér í Spretti og var erindið leiga á veislusal Spretts fyrir kennslu fyrir einn árgang Hörðuvallaskóla. Með hertum reglum sóttvarnayfirvalda er erfitt fyrir skólana að halda úti sem eðilegustu starfi, allir þurfa meira pláss, grímuskylda, hólfa þarf skóla niður ofl ofl.
Niðurstaðan þessa samræðna er sú að frá og með nk mánudegi 9.nóv verður árgangur 8.bekkja Hörðuvallaksóla í kennslu í veislusalnum okkar til og með 18.des.
Við settum strax fram þær reglur að vespur og rafhlaupahjól eru bönnuð á svæðinu, háværir leikir eru ekki æskilegir og umferð nemenda á reiðstígunum okkar verður að vera í algjöru lámarki.
Skólastjórnendur Hörðuvallaksóla eru vel meðvituð um að nú mun umferð í gegnum hverfið okkar snar aukast og hér er 30.km hámarkshraði. Foreldrar, nemendur og aðrir aðstandendur þeirra hafa fengið skýr fyrirmæli um þessar reglur okkar.
Við höfum lagt fram beiðni um auknar hraða merkingar á svæðinu okkar undanfarið og leggjum enn harðari áherslu á það núna, skólastjórnendur munu líka hjálpa okkur við að minna á það.
Við stöndum öll saman í þessari baráttu.
Lilja Sigurðardóttir
Framkvæmdastjóri