• Fréttir
  • facebook
  • Dagskrá
  • Námskeið
  • Félagið
  • Reiðhöll
  • Arnarfell
  • Myndir
  • Innskráning

Fréttir

Íþróttafólk Spretts 2020

Skrifað þann Nóvember 02 2020
  • Print
  • Netfang

sprettur logo net

Stjórn Spretts og framkvæmdarstjóri óskar eftir upplýsingum um árangur Sprettara á íþróttamótum og gæðingamótum á árinu 2020.

Óskum eftir upplýsingum um árangur í öllum flokkum, barna, unglinga, ungmenna og fullorðinsflokkum fyrir keppnisárið 2020.

Knapar í ungmennaflokki koma til greina sem íþróttamaður Spretts og einnig eru 
áhugamenn sérstaklega verðlaunaðir.


Árangursupplýsingar eiga að sendast til sprettur@sprettarar.is
í world skjali fyrir sunnudaginn 15. Nóvember.


Stjórn hestamannafélagsins Spretts hefur samþykkt að öll WR mót eru tekin með í útreikninga eins og sjá má í töflu hér að neðan. (samþykkt 2019)


Verðlaunaafhendingar verða auglýstar þegar við sjáum fram á að geta haldið árshátíð og uppskeruhátíð.


Við hvetjum knapa að senda inn upplýsingar um keppnisárangur.
Eftirfarandi verðlaun verða veitt:
Íþróttakarl Spretts – atvinnumaður
Íþróttakarl Spretts – áhugamaður
Íþróttakona Spretts – atvinnumaður
Íþróttakona Spretts - áhugamaður
Eftirtalin mót gefa stig:

Landsmót, Heimsmeistarmót, Íslandsmót , Norðurlandamót, öll WR mót, Gæðingakeppni Spretts
og Íþróttakeppni Spretts. Horft verður einnig til árangurs við sýningu kynbótahrossa.


Íþróttamót Spretts, hver grein gefur stig.
1 sæti 2 sæti 3 sæti 4 sæti 5 sæti 6 sæti 7 sæti 8 sæti 9 sæti 10 sæti
20 15 10 9 8 7 6 5 4 3

Gæðingamót Spretts
1 sæti 2 sæti 3 sæti 4 sæti 5 sæti 6 sæti 7 sæti 8 sæti 9 sæti 10 sæti
40 35 30 25 20 15 10 5 4 3


Íslandsmót og Norðurlandamót
1 sæti 2 sæti 3 sæti 4 sæti 5 sæti 6 sæti 7 sæti 8 sæti 9 sæti 10 sæti
40 35 30 25 20 15 10 5 4 3

Áhugamannamót Íslands
1 sæti 2 sæti 3 sæti 4 sæti 5 sæti 6 sæti 7 sæti 8 sæti 9 sæti 10 sæti
40 35 30 25 20 15 10 5 4 3


Reykjavíkurmeistaramót og önnur WR mót
1 sæti 2 sæti 3 sæti 4 sæti 5 sæti 6 sæti 7 sæti 8 sæti 9 sæti 10 sæti
40 35 30 25 20 15 10 5 4 3


Skeiðgreinar
1 sæti 2 sæti 3 sæti 4 sæti 5 sæti
40 35 30 25 20
Fyrir skeið gildir sama stigatafla og á Íslandsmóti en bara fyrir 5 efstu sætin.

Leita á vefnum

Höfundarréttur © Hestamannafélagið Sprettur. Allur réttur áskilinn.
Fréttir