Samskipahöllin og Húsasmiðjuhöllin lokaðar til 17.nóvember nk.
Við verðum að standa saman í baráttunni við þessa veiru sem geisar nú um alla heimsbyggðina, vonandi með þessum aðgerðum munum við svo geta notað hallirnar okkar í vetur. Við erum jú öll almannavarnir.
Skv. nýjustu reglugerð heilbrigðisráðherra um hertar aðgerðir í sóttvörnum er allt íþróttastarf óheimilt frá 31. október til 17. nóvember nk.
Íþróttir, þar með talið æfingar og keppni, barna og fullorðinna, hvort sem er innan- eða utandyra, með eða án snertingar, eru óheimilar. Einstaklingsbundnar æfingar, án snertingar, eru heimilar, svo sem útihlaup og sambærileg hreyfing. Sundlaugar verða jafnframt lokaðar á sama tímabili.
Skv. tilmælum frá ÍSÍ og sóttvarnaryfirvöldum skulu allar reiðhallir hestamannafélaga vera lokaðar á þessum tíma eins og golfvellir og önnur íþróttamannvirki. Einungis er heimilt að stunda einstaklingsbundnar æfingar án snertingar utanhúss.