Eins og við flest höfum orðið vör við þá hefur ýmiskonar umferð á reiðstígunum okkar snar aukist undanfarið, því miður hefur vantað töluvert uppá merkingar við reiðstígana en það er nú loksins í vinnslu. Garðabær er að vinna í að merkja reiðstíga í sinni lögsögu og við bíðum eftir merkingum frá Kópavogsbæ.
Mikil slysahætta getur orðið af því að hjólreiðafólk sé á reiðstígum okkar og því mikilvægt að merkja reiðstígana okkar vel. Oft á tíðum veit fólk ekki af því að það sé að hjóla á reiðleið eða að slysahætta hljótist af ferðum þeirra á þessum leiðum, við þurfum að vera dugleg að fræða fólk og útskýra hættuna sem skapast þegar hestar fælast við hjól. Við þurfum að standa saman því öll viljum við jú getað notið útivistar.
Við höfum fengið merkingar sem settar hafa verið á vegprestana sem búið var að setja upp við reiðleiðir. Ýtrekum þar með að um reiðleið sé að ræða önnur umferð er ekki heimil.