• Fréttir
  • facebook
  • Dagskrá
  • Námskeið
  • Félagið
  • Reiðhöll
  • Arnarfell
  • Myndir
  • Innskráning

Fréttir

Skráningafrestur á Metamót framlengdur

Skrifað þann September 01 2020
  • Print
  • Netfang

sprettur logo net

Skráningarfrestur á Metamót Spretts 2020 er framlengdur til miðnættis í kvöld, 1.sept. 

Mótið fer fram á Samskipavellinum 4-6.september.

Á mótinu verður keppt í A- og B-flokki gæðinga á beinni braut(ekki sýnt fet og stökk).

Boðið verður upp á opinn flokk og áhugamannaflokk. 

Keppendur í opnum flokki skrá sig í gæðingaflokkur 1

Keppendur í áhugamannaflokki skrá sig í gæðingaflokkur 2

Einnig verður boðið upp á keppni í tölti T3, 1.flokki og 2.flokki.

Fyrirtækjatöltið verður á sínum stað á.

Að sjálfsögðu verða skeiðkappreiðar að venju og keppt verður í 100m fljúgandi ljósaskeiði,
150m skeiði og 250m skeiði.

Aldurstakmark er í keppni á mótinu og miðast þátttökuréttur við ungmennaflokk.

Skráning er hafin á www.sportfengur.com og lýkur skráningu á miðnætti mánudaginn 31.ágúst.

Skráningargjald er 6500 kr. 

Ef einhverjar spurningar vakna er hægt að senda fyrirspurnir á This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it., einnig ef
afskráningar verða eða breytingar á knöpum eða hestum.

Keppendur athugið að hægt er að merkja söluhross sérstaklega í beinni útsendingu á Alendis.

Frítt streymi verður frá mótinu í gegnum www.alendis.tv

 

Metamótsnefnd

Leita á vefnum

Höfundarréttur © Hestamannafélagið Sprettur. Allur réttur áskilinn.
Fréttir