Síðsumarmót Spretts 21-23 ágúst 2020
Að gefnu tilefni vill mótanefnd Spretts, stjórn Spretts og framkvæmdastjóri taka fram að framkvæmd mótsins er unnin í samræmi við drög að reglum sem LH hefur sent til Sóttvarnalæknis til samþykktar.
Okkur er heimilt að undirbúa mótið skv. þessum drögum en reglurnar verða birtar opinberlega um leið og Sóttvarnalæknir hefur staðfest þær til stjórnar LH.
Sóttvarnarfulltrúi mótsins er Lilja Sigurðardóttir sem er í daglegu sambandi við skrifstofu LH um framkvæmdina.
Mótstjóri mótsins er Linda B. Gunnlaugsdóttir.
Skráningar eru fínar og veðurspáin lofar góðu.
Ráslistar og dagskrá verða birt eins fljótt og hægt er.