Hestamannafélagið Sprettur og Alendis TV hafa gert saming um útsendingu á Síðsumars íþróttamóti Spretts og Metamóti Spretts, við hvetjum alla til að nýta sér þennan möguleika til að fylgjast með mótunum okkar frítt í gegnum www.alendis.tv
Við hjá Alendis TV segjum stolt frá því að við ætlum að bjóða öllu hestaáhugafólki, hérlendis og erlendis að fylgjast frítt með íþróttamóti Spretts og Metamóti!
Í ljósi aðstæðna í samfélaginu hvetjum við fólk til að sitja heima og horfa á hestamannamót í frábærum gæðum!
Alendis TV hefur nú þegar sýnt frá stærstu mótum sumarsins sem eru aðgengileg með áskrift á tímaflakkinu okkar!
www.alendis.tv
Ef þú hefur áður skráð þig inn hjá OZ, til dæmis til að fylgjast með Meistaradeild, Landsmóti eða Íslandsmótinu í fyrra - þá gildir sama netfang og lykilorð fyrir Alendis TV. Þá þarf ekki að búa til nýjan notanda, einungis að skrá sig inn. Ef þú ert nýr á síðu OZ og Alendis TV, þá býrðu til nýjan notanda með netfangi.