Nú er ný afstaðið Íslandsmót yngri flokka, mótið var haldið á félagssvæði Sleipnis á Selfossi. Frábært mót og vel að öllu staðið hjá Sleipnisfólki.
Ungir Sprettarar stóðu sig frábærlega þó nokkrir komust í úrslit og lönduðu tvær stúlkur íslandsmeistartitlum.
Hekla Rán Hannesdóttir og Þoka frá Hamarsey urðu Íslandsmeistarar í slaktaumatölti í unglingaflokki. Elva Rún Jónsdóttir og Roði frá Margrétarhofi urðu íslandsmeistarar í tölti í barnaflokki. Elva Rún varð líka íslandsmeistari í tölti í barnaflokki í fyrra en þá á hestinum Straum frá Hofsstöðum, einstakur árangur hjá þessari ungu og efnilegu hnátu.
Við óskum öllum ungum Spretturum til hamingju með árangur sinn á þessu frábæra móti.
Í Barnaflokki:
T3: Elva Rún Jónsdóttir og Roði frá Margrétarhofi 1.sæti, íslandsmeistarar í barnaflokki
Inga Fanney Hauksdóttir og Mirra frá Laugarbökkum sigruðu B-úrslit og endaði 5.-6. sæti í A-úrslitum
T4: Elva Rún Jónsdóttir og Kraka frá Hofsstöðum í Garðabæ 4.sæti
V2: Ragnar Bjarki Sveinbjörnsson og Gjafar frá Hæl sigruðu B-úrslit og endaði 4.sæti í A-úrslitum
Ásta Hólmfríður Ríkharðsdóttir og Komma frá Traðarlandi 8.sæti (3.ja sæti í B-úrslitum)
Fimi: Elva Rún Jónsdóttir og Ás frá Hofstöðum 2.-3.ja sæti.
Í unglingaflokki:
T1: Hulda María Sveinbjörnsdóttir og Garpur frá Skúfslæk sigruðu B-úrslit og endðuðu í 2.sæti í A-úrslitum
Guðný Dís Jónsdóttir og Straumur frá Hofsstöðum í Garðabæ 4.sæti
Sigurður Baldur Ríkharðsson og Auðdís frá Traðarlandi 6.sæti.
Sigurður Baldur Ríkharðsson og Ernir frá Tröð 8. sæti inn í úrslit
T2: Hekla Rán Hannesdóttir og Þoka frá Hamarsey 1.sæti, íslandsmeistarar í unglingaflokki
Hulda María Sveinbjörnsdóttir og Polka frá Tvennu 7.sæti (2.sæti í B-úrslitum)
V1: Hulda María Sveinbjörnsdóttir og Garpur frá Skúfslæk 5.sæti
Guðný Dís Jónsdóttir og Straumur frá Hofsstöðum í Garðabæ 9.sæti (3.ja sæti í B-úrslitum)
Sigurður Baldur Ríkharðsson og Auðdís frá Traðarlandi 6. inní úrslit en þau drógu sig út úr úrslitum