Á kerrustæðum Spretts hafa ýmiskonar hlutir dagað uppi, margt sem alls ekki á heima á slíku stæði sem ætlað er fyrir hestakerrur. Kópavogsbær hefur límt miða á þó nokkra hluti og varað eigendur við því að viðkomandi hlutur verið fjarlægður fljótlega. Nú þegar er búið að fjarlægja einhverja hluti og stendur til að fjarlægja margt fleira af stæðinu.
Ég vil benda fólki á að ef það á einhverja hluti á þessum kerrustæðum sem ekki eiga heima þar að fjarlægja þá sjálft áður en að Kópavogsbær gerir það með tilheyrandi kostnaði.
Einnig eru hlutir á kerrustæðinu vestan megin í hverfinu sem ekki eiga heima þar og mun Garðabær einnig fjarlægja þá hluti sem eigendur fjarlægja ekki sjálfir og eiga ekki heima þar.
Tökum höndum saman og höldum hverfinu okkar sem snyrtilegustu.
Framkvæmdastjóri