Hið sívinsæla og upprunalega Kvennatölt Spretts og Mercedes-Benz fer fram í Samskipahöllinni í Spretti miðvikudaginn 10. júní nk. Upphaflega átti að halda mótið í apríl að venju, en vegna veirufaraldursins þurfti að fresta mótinu líkt og öðrum viðburðum.
Að venju er boðið upp á töltkeppni í fjórum flokkum, T3 í 1. og 2. flokki og 3. flokki fyrir minna vanar. Fjórði flokkurinn er eingöngu ætlaður byrjendum í keppni en þar er keppt í T7.
Allar nánari upplýsingar um skráningu, flokkaskiptingu og reglur er að finna á viðburði á Facebook undir nafninu Kvennatölt Spretts og Mercedes – Benz 2020. Endilega meldið ykkur inn á viðburðinn til að fylgjast með upplýsingum.
Aldurstakmark er 18 ár, miðað við ungmennaflokk. Athugið að konur sem hafa keppt margoft í Kvennatölti og fleiri mótum teljast ekki minna vanar, heldur ættu að raða sér í 1. og 2. styrkleikaflokk eftir reynslu. Og byrjendaflokkurinn er eins og nafnið bendir til fyrir byrjendur.
Leyfilegt er að skrá fleiri en einn hest til þátttöku, en komi keppandi fleiri en einum hesti í úrslit skal hann velja einn hest til úrslitakeppni.
Skráningargjald er kr. 5.500 per skráningu og fer skráning fram á https://skraning.sportfengur.com/
Konur eru hvattar til að skrá sem fyrst, en dregið verður úr fyrstu 50 og fyrstu 100 skráningunum þar sem heppnar konur hljóta flotta vinninga. Skráning er opin til og með föstudeginum 5. júní.
Mótið hefst kl. 16 með forkeppni og úrslit fara fram um kvöldið. Vonumst til að sjá sem flestar konur!
Kvennatöltsnefnd Spretts